Thursday, May 3, 2007

Ekkert að standa mig...

Já ég er greinilega ekki nærri því nógu öflug að blogga eins og þið hinar...
Ekki það að það er búið að vera brjálað að gera hjá mér..
Mábil var að keppa seinustu helgi og hún stóð sig frábærlega vel og er búið að hækka hana upp í B dans núna...
Skrappa hvað er það...ég hef bara ekkert verið að gera...
Ég er bara búin að vera á fullu að finna efni í Brúðarkjólinn...hann verður truffl...
Svo er ég loksins búin að ákveða hvernig boðskortin verða...Og ætla einhverjar af vinkonum mínum að koma og hjálpa mér að gera þau...

Ég get eiginlega ekki beðið eftir að standa í þessu öllu...
það er bara svo margt eftir að gera...Ég verð að fara setja mig í samband við veislustjórana og hitta þau..

6 comments:

Heiðrún said...

það tekur á að undirbúa brúðkaup :)

Unknown said...

Gangi þér vel með allt sem framundan er, trúi ekki öðru enn þetta sé allt eftir að ganga upp hjá þér :)

hlakka til að sjá myndir frá deginum mikla og kjólinn :)

MagZ Mjuka said...

úúú ég hlakka til að sjá hvernig kjóllinn verður. Án efa að hann verður fallegur. Kortið er svo rosalega fallegt! :D

Barbara Hafey. said...

Sko ef þú ekki vissir það að þá er fjallið þarna á vinstri vængnum á myndinni Hólshyrnan ;) og nú veistu það!

Sandra said...

Takk fyrir að kíkja við hjá mér í gær :) Það var rosalega gaman að sjá þig... ég sakna þess að "sjá" ykkur Barböru ekkert :( en alltaf jafn gaman að sjá þig/ykkur læv.

Gangi þér vel með brúðkaupsstússið!

kv. S

Signý Björk said...

Takk fyrir það Sandra..Alltaf jafn gaman að hitta þig líka..