Tuesday, April 24, 2007

Löng helgi..


Jæja þá er helgin búin..Ég er búin að vera meira og minna á mínu öðru heimili..

Helv...Finnarnir..Nei ég segi svona..Djjööö eru þeir sterkir...En við náðum samt einu jafntefli við þá...Svo ekki orð um það meir...Nema jú auðvitað að Falur var glæsilegur að vanda..


Núna er ég svo bara að undirbúa Mábil fyrir næstu helgi því þá er hún að keppa.

Ég er að kaupa svo flottann kjól handa henni...

Svo er ekki langt í að sú sæta verði 16 ára..Það er ótrúlegt að það eru komin 16ár síðan að hann Guðni var að rifna af stolti af Gullinu sínu..En það er ekki að stoltið hafi minkað eitthvað..Það er bara meira ef eitthvað er...



Þá er það Skrappið...

Ég hef ekkert verið að standa mig þar...Þetta er ótrúlegt að ég er á eftir með allt of margt...

En þetta stendur allt til bóta..Þar sem ég er loksins búin að eignast bassill bling...

Svo get ég ekki neitað að ég er farin að telja dagana þar til við förum í Skálholt...143 dagar til stefnu...Júhú...

Læt fylgja með mynd ef þið hafið ekki séð nýlega hvað ég á flott börn...

Monday, April 16, 2007

Silfrið...


Silfur var það gæskan...djööö...Við áttum næstum því Gullið...En jæja Falur stóð sig alveg rosalega vel...Hann er auðvitað flottastur.....Ég er geðveigt stolt af honum...

Ég hlakka svo til að horfa á hann spila næstu helgi á Iclander Cup...


Svo er ég auðvitað farin að hlakka til á morgun þegar að pæjurnar fara að koma hingað opg við að eiga skemmtilegt skrapp kvöld...Því það er það næst skemmtilegasta sem ég geri....

Því börnin eru auðvitað í fyrsta sæti...

Friday, April 13, 2007

Helgin framundan..


Júhú.....Þá er komið að seinasta hluta íslandsmeistaramót í íshokkí.. Og þeir sem þekkja mig vita að ég er forfallin aðdándi..Þar að segja að horfa á son minn keppa..Ég dröslast alla leið til Kanada til að horfa á hann spila..Og líka eitthvert í rass*** í Danmörku til að horfa á Fal spila...

Þannig að þessa helgi kem ég til með að hanga niður í Laugardalsskautahöll og öskra..ÁFRAM..BJÖRNINN...Oftar en einu sinni..Þannig að ef þið viljið hitta mig þá verð ég þar...

Góða helgi...Björninn tekur þetta...


Fyrsti leikur í kvöld kl.20.15..

Wednesday, April 11, 2007

Gærkvöldið..


Rosalega var gaman að koma heim og húsið fullt af skemmtilegum stelpum..

Ég er farin að efast Dísa mín að þú hafir farið eftir því sem ég sagði með kallinn minn..Þar sem hann var að byðja mig að hafa samband við þig..Ég er ekki frá því að þú getir ekki verið hérað...


En já eins og alltaf þegar við sitjum uppi þá geri ég bara ekki neitt...Þannig að ég er niðri núna (kannski ekki núna..) þEn áðan var ég að taka til svo við komumst fyrir niðri..


Ekkert bólar á tyggjóinu...


Læt fylgja með mynd af þessum Dönsku þar sem þeirra var sárt saknað í gær..

Tuesday, April 10, 2007

páskarnir.


Gleðilega páska.

Fjúff þá eru páskarnir búnir og aftur taka við skemmtilegu hversdags dagarnir..

Páskarnir mínir voru skemmtileg afslöppun.

Víð fórum til Siglufjarðar og er þetta fyrsta skipti sem ég kem þangað, síldarsafnið var æðislegt og mæli ég hiklaust með að allir kíki á það..

Krökkunum fannst æðislegt að vera þarna líka..

Svo er bara að setjast niður og skrappa eithvað af þessum myndum sem ég tók..

Tuesday, April 3, 2007

Komin heim.


Jæja þá er ég komin úr bústaðnum..

Og mikið rosalega skemmti ég mér vel með ykkur. Ekki það að hápunktur helgarinn hjá mér var að fara og horfa á hana Mábil keppa.

Maturinn var truflað góður og ég hlakka geðveigt til að útbúa grænmetisrétinn að ég tali nú ekki um eftirréttinn og kökuna..


Ég er ennþá að sækja myndbrot og hlæja..Við hittumst svo nokkrar áðan og gátum alveg hlegið af sumum bröndurunum aftur...

En já ég verð að láta eina mynd fylgja..