Jæja þar sem ég er komin með mína eigin tölvu þá get ég ekki verið þekkt fyrir annað en að taka aðeins til hérna.
Ég er búin að bæta og breita alveg helling, á mínum mælikvarða og þetta er búið að taka alveg heila eilífð.
Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki sú fljótasta á lyklaborðinu.En ef ég fer að verða dugleg hér þá hlýt ég að geta stefnt á framför. Ja eða fullkomnun..Þar sem ég er auðvitað nánast fullkomin að öllu leiti.. Ja eða næstum..
Hlakka til að halda áfram að laga það sem ég get lagað...
Saturday, December 29, 2007
Friday, December 28, 2007
Hvað á svo að borða.
Jæja þá er mann búinn að borða á sig gat af einhverju þungu.Og er ég búin að vera veik í á annan sólarhring. Þá er eins gott að elda eitthvað létt og gott á áramótunum.
Þessi jól eru búin að vera yndisleg. Það er búið að vera fullt hús af skemmtilegum gestum alla jólahátíðina. Elsku vinir og vandamenn ég óska ykkur gleðilegs árs.
Hittumst hress.
Þessi jól eru búin að vera yndisleg. Það er búið að vera fullt hús af skemmtilegum gestum alla jólahátíðina. Elsku vinir og vandamenn ég óska ykkur gleðilegs árs.
Hittumst hress.
Monday, December 24, 2007
Gleðileg jól..Og farsælt..
Þá eru jólin komin..Og takk fyrir allar góðu kveðjurnar sem hafa borist..
Mikið er nú búið að vera gaman.
Mikið er nú búið að vera gaman.
Tuesday, October 9, 2007
Bloggari ársins.
Jæja ég ákvað að leggja upp með eins og eina kosningu og ég kýs mig sem bloggara ársins.. Og ástæðan er hvað ég er að taka djúpt á þjóðmálunum og eins hvað ég er dugleg að uppdeita bloggið mitt.Það eru allir svo vel inni í hvað ég er að gera.. En já svo ég komið aðeins með aðalmálið... Þá er ég byrjuð að gera jólakortin í ár...Og djöö langar ég að skjótast í bústað í góðra vina hópi.. |
Thursday, August 30, 2007
Þá byrjar lífið aftur..
Það er svo gaman þegar skólarnir og æfingarnar byrja hjá krökkunum..Ekki að það er líka gaman þegar þeir hætta..En allavega þá er svo gaman þegar börnin eru farin að sofa á kvöldin..Ekki það að ég er enn ekki búin að ná að snúa alveg en það er alveg að koma... Skálholt er auðvitað svo aðal tilhlökkunar efnið núna..Þar sem það styttist óðum í ferðina...Skrappferð...Og það er svo pottþétt að þær verða fleiri en tvær skrappferðirnar á þessum vetri..Því hvað er skemmtilegra en að fara með skemmtilegum konum og eiða heillri helgi í að hafa gaman saman... |
Wednesday, July 18, 2007
Eiginkona...
Jú jú ég er bara alveg að fýla það að vera eiginkona...
Ég er ennþá alveg í skýunum með allt sem viðkom brúðkaupinu..Ómæ...Hvað þetta var gaman..Ég mæli eindregið með þessu..Og þið ógiftu sem stóðuð að gæsuninni..ég er strax farin að plana hvað ég geri með ykkur..
Það var alveg rosalega gaman að eiga þennan dag með vinkonum sínum..
Takk kærlega fyrir mig þið voruð æði...Ég stefni á að bjóða ykkur heim í mat einhverja helgina sem ég verð ekki í útilegu...
Friday, July 13, 2007
Orðin frú loksins..
Jæja þá er það gengið í garð..ég er orðin frú..Og engin smá frú ..
Brúðkaupið var æðislegt..ég er ekki að trúa því ennþá hvað það var gaman og hvað allt heppnaðist vel..ég er líka svo gáttuð hvað ég fékk mikið af gjöfum..Fólk var svo rosalega rausnalegt...
Ég er ennþá eiginlega orðlaus yfir sumum gjöfunum...
Veislan var æði...Og æði..bara allt niður minnsta smáhlut hvort sem það voru armböndin eða tattoin eða maturinn hann var æði..guðjón er bara snilli þegar kemur að matargerð...Omæ ég slefa bara af tilhugsuninni einni...Ræðurnar fannst mér æði..Og var ég einkar stolt aff ræðunum hjá börnunum mínum.. Talandi um börnin þau voru öll svo flott...
Saturday, June 16, 2007
Vá..Langt síðan síðast..
Mikið búið að ske síðan síðast...
Ég veit eiginlega ekkert hvar ég á að byrja..
Alli ...Elsku Alli okkar er fallinn frá, langt um aldur fram.. Hans verður sárt saknað sérstaklega næstkomandi 7 júlí. Þar sem ég er að fara að ganga í það heilaga þá..
Hann var góður drengur og reyndist mér og mínum alltaf alveg rosalega vel..Allir flutningarnir sem ég hef staðið í þá var Alli alltaf tilbúin að koma og rétta hjálparhönd. En minningin lifir um skemmtilegan, sætan og góðan mann...
Talandi um að ganga í það heilaga þá var ég gæsuð í gær...Og wow..Ég á pottþétt flottustu vinkonur ever..Takk fyrir mig..Ég verð að segja frá því seinna..
Það er allt á fullu í brúðkaupsundirbúningi og ómæ hvað það er gaman...
Ég veit eiginlega ekkert hvar ég á að byrja..
Alli ...Elsku Alli okkar er fallinn frá, langt um aldur fram.. Hans verður sárt saknað sérstaklega næstkomandi 7 júlí. Þar sem ég er að fara að ganga í það heilaga þá..
Hann var góður drengur og reyndist mér og mínum alltaf alveg rosalega vel..Allir flutningarnir sem ég hef staðið í þá var Alli alltaf tilbúin að koma og rétta hjálparhönd. En minningin lifir um skemmtilegan, sætan og góðan mann...
Talandi um að ganga í það heilaga þá var ég gæsuð í gær...Og wow..Ég á pottþétt flottustu vinkonur ever..Takk fyrir mig..Ég verð að segja frá því seinna..
Það er allt á fullu í brúðkaupsundirbúningi og ómæ hvað það er gaman...
Wednesday, May 23, 2007
Brjálað að gera...
Það er bara allt vitlaust að gera hjá mér...
ég er að standa á fullu í brúðkaupsundirbúningi..Hitta prestinn ákveða lögin máta kjólinn gera boðskortin..Og núna er ég á fullu að reyna að finna heimilisföngin hjá öllum sem ég er að bjóða..
Svo er ég að fara til London á morgun og er hellingur að gera áður en ég fer út...þar sem ég á helling af börnum...
Svo er líka búið að vera hellingur að gera til að styðja við bakið á honum elsku Alla okkar...
Og ætlum við að mæta í bænastund á morgun í Dómkirkjuna og byðja fyrir honum...
Þannig að sama scrapp síðan er ennþá á borðinu hjá mér..Ég saknaði þes að hitta ykkur ekki í gær..en það verður vonandi bót á því næstkomandi þriðjudag..
ég er að standa á fullu í brúðkaupsundirbúningi..Hitta prestinn ákveða lögin máta kjólinn gera boðskortin..Og núna er ég á fullu að reyna að finna heimilisföngin hjá öllum sem ég er að bjóða..
Svo er ég að fara til London á morgun og er hellingur að gera áður en ég fer út...þar sem ég á helling af börnum...
Svo er líka búið að vera hellingur að gera til að styðja við bakið á honum elsku Alla okkar...
Og ætlum við að mæta í bænastund á morgun í Dómkirkjuna og byðja fyrir honum...
Þannig að sama scrapp síðan er ennþá á borðinu hjá mér..Ég saknaði þes að hitta ykkur ekki í gær..en það verður vonandi bót á því næstkomandi þriðjudag..
Thursday, May 3, 2007
Ekkert að standa mig...
Já ég er greinilega ekki nærri því nógu öflug að blogga eins og þið hinar...
Ekki það að það er búið að vera brjálað að gera hjá mér..
Mábil var að keppa seinustu helgi og hún stóð sig frábærlega vel og er búið að hækka hana upp í B dans núna...
Skrappa hvað er það...ég hef bara ekkert verið að gera...
Ég er bara búin að vera á fullu að finna efni í Brúðarkjólinn...hann verður truffl...
Svo er ég loksins búin að ákveða hvernig boðskortin verða...Og ætla einhverjar af vinkonum mínum að koma og hjálpa mér að gera þau...
Ég get eiginlega ekki beðið eftir að standa í þessu öllu...
það er bara svo margt eftir að gera...Ég verð að fara setja mig í samband við veislustjórana og hitta þau..
Ekki það að það er búið að vera brjálað að gera hjá mér..
Mábil var að keppa seinustu helgi og hún stóð sig frábærlega vel og er búið að hækka hana upp í B dans núna...
Skrappa hvað er það...ég hef bara ekkert verið að gera...
Ég er bara búin að vera á fullu að finna efni í Brúðarkjólinn...hann verður truffl...
Svo er ég loksins búin að ákveða hvernig boðskortin verða...Og ætla einhverjar af vinkonum mínum að koma og hjálpa mér að gera þau...
Ég get eiginlega ekki beðið eftir að standa í þessu öllu...
það er bara svo margt eftir að gera...Ég verð að fara setja mig í samband við veislustjórana og hitta þau..
Tuesday, April 24, 2007
Löng helgi..
Jæja þá er helgin búin..Ég er búin að vera meira og minna á mínu öðru heimili..
Helv...Finnarnir..Nei ég segi svona..Djjööö eru þeir sterkir...En við náðum samt einu jafntefli við þá...Svo ekki orð um það meir...Nema jú auðvitað að Falur var glæsilegur að vanda..
Núna er ég svo bara að undirbúa Mábil fyrir næstu helgi því þá er hún að keppa.
Ég er að kaupa svo flottann kjól handa henni...
Svo er ekki langt í að sú sæta verði 16 ára..Það er ótrúlegt að það eru komin 16ár síðan að hann Guðni var að rifna af stolti af Gullinu sínu..En það er ekki að stoltið hafi minkað eitthvað..Það er bara meira ef eitthvað er...
Þá er það Skrappið...
Ég hef ekkert verið að standa mig þar...Þetta er ótrúlegt að ég er á eftir með allt of margt...
En þetta stendur allt til bóta..Þar sem ég er loksins búin að eignast bassill bling...
Svo get ég ekki neitað að ég er farin að telja dagana þar til við förum í Skálholt...143 dagar til stefnu...Júhú...
Læt fylgja með mynd ef þið hafið ekki séð nýlega hvað ég á flott börn...
Monday, April 16, 2007
Silfrið...
Silfur var það gæskan...djööö...Við áttum næstum því Gullið...En jæja Falur stóð sig alveg rosalega vel...Hann er auðvitað flottastur.....Ég er geðveigt stolt af honum...
Ég hlakka svo til að horfa á hann spila næstu helgi á Iclander Cup...
Svo er ég auðvitað farin að hlakka til á morgun þegar að pæjurnar fara að koma hingað opg við að eiga skemmtilegt skrapp kvöld...Því það er það næst skemmtilegasta sem ég geri....
Því börnin eru auðvitað í fyrsta sæti...
Friday, April 13, 2007
Helgin framundan..
Júhú.....Þá er komið að seinasta hluta íslandsmeistaramót í íshokkí.. Og þeir sem þekkja mig vita að ég er forfallin aðdándi..Þar að segja að horfa á son minn keppa..Ég dröslast alla leið til Kanada til að horfa á hann spila..Og líka eitthvert í rass*** í Danmörku til að horfa á Fal spila...
Þannig að þessa helgi kem ég til með að hanga niður í Laugardalsskautahöll og öskra..ÁFRAM..BJÖRNINN...Oftar en einu sinni..Þannig að ef þið viljið hitta mig þá verð ég þar...
Góða helgi...Björninn tekur þetta...
Fyrsti leikur í kvöld kl.20.15..
Wednesday, April 11, 2007
Gærkvöldið..
Rosalega var gaman að koma heim og húsið fullt af skemmtilegum stelpum..
Ég er farin að efast Dísa mín að þú hafir farið eftir því sem ég sagði með kallinn minn..Þar sem hann var að byðja mig að hafa samband við þig..Ég er ekki frá því að þú getir ekki verið hérað...
En já eins og alltaf þegar við sitjum uppi þá geri ég bara ekki neitt...Þannig að ég er niðri núna (kannski ekki núna..) þEn áðan var ég að taka til svo við komumst fyrir niðri..
Ekkert bólar á tyggjóinu...
Læt fylgja með mynd af þessum Dönsku þar sem þeirra var sárt saknað í gær..
Tuesday, April 10, 2007
páskarnir.
Gleðilega páska.
Fjúff þá eru páskarnir búnir og aftur taka við skemmtilegu hversdags dagarnir..
Páskarnir mínir voru skemmtileg afslöppun.
Víð fórum til Siglufjarðar og er þetta fyrsta skipti sem ég kem þangað, síldarsafnið var æðislegt og mæli ég hiklaust með að allir kíki á það..
Krökkunum fannst æðislegt að vera þarna líka..
Svo er bara að setjast niður og skrappa eithvað af þessum myndum sem ég tók..
Tuesday, April 3, 2007
Komin heim.
Jæja þá er ég komin úr bústaðnum..
Og mikið rosalega skemmti ég mér vel með ykkur. Ekki það að hápunktur helgarinn hjá mér var að fara og horfa á hana Mábil keppa.
Maturinn var truflað góður og ég hlakka geðveigt til að útbúa grænmetisrétinn að ég tali nú ekki um eftirréttinn og kökuna..
Ég er ennþá að sækja myndbrot og hlæja..Við hittumst svo nokkrar áðan og gátum alveg hlegið af sumum bröndurunum aftur...
En já ég verð að láta eina mynd fylgja..
Thursday, March 22, 2007
Hittingur..
Það var ekkert smá gaman að fá ykkur allar í heimsókn til mín um daginn...Það er alveg ótrúlegt hvað við komumst margar þarna fyrir..Enda stendur ti á næsta hittinga að sitja bara hérna uppi..
Þá getum við verið miklu fleiri..
En ég verð að taka það fram að það er bannað að mæta fullar þá..
Mér finnst það alltaf jafn skrítið hvað þið gefið mér alltaf mikla sköpunargleði að hitta ykkur og er ég búin að gera skrapplifti síðuna núna..En má ekki sýna hana hér strax..
Ég ákvað að sýna þotualbúmið mitt þar sem ég er á fullu að gera í albúmin hjá hinum gellunum..
Mikið rosalega hlakka ég til að sjá mitt...
Og já ég er alveg að vera búin að gera í öll albúmin..
Ég næ vonandi að klára restina í bústaðnum..
Happy skrapper þar til næst..
Thursday, March 15, 2007
Gamlar myndir..
Wednesday, March 14, 2007
Jæja þá er búið að bösta mig hérna..Ég sem ætlaði að fá að vera í friði með þetta á meðan ég væri að læra á þetta.
En jæja svona er víst netið..Það er ekkert einka sem ég pósta hér.Eins gott að gera sér grein fyrir því svo að þjóðarleyndarmálin leki ekki hérna..Ja eða að það leki eitthvað hér úr pottunum...
Því jú það sem skeður í pottunum er eins og með figthclub.
En ég ætla nú að fara að setja inn einhverjar síður sem ég hef verið að scrappa..Sérstaklega þar sem ég ætla að vera dugleg að nota eitthvað af þessum gömlu myndum mínum..
En jæja svona er víst netið..Það er ekkert einka sem ég pósta hér.Eins gott að gera sér grein fyrir því svo að þjóðarleyndarmálin leki ekki hérna..Ja eða að það leki eitthvað hér úr pottunum...
Því jú það sem skeður í pottunum er eins og með figthclub.
En ég ætla nú að fara að setja inn einhverjar síður sem ég hef verið að scrappa..Sérstaklega þar sem ég ætla að vera dugleg að nota eitthvað af þessum gömlu myndum mínum..
Monday, March 12, 2007
Eins og allir hinir

Jæja Þá er ég orðin eins og allir hinir.Það er eitthvað sem ég ætlaði aldrey að gera.En við vitum hvernig þetta er með Aldrey.
Ég ætla svo að vera rosalega dugleg að setja afrakstur af því sem ég tek mér fyrir hendur og setja hérna inn.
Hvort að einhverjir aðrir en ég lesi þetta kemur svo bara í ljós.
Subscribe to:
Posts (Atom)